Pantaðu fyrsta íslenska blekkingarspilið sem gerist í sundlaug!
Lortur í lauginni er borðspil þar sem leikmenn fara í hlutverk sundlaugargesta í sundlaug Egilsstaða. Sundlaugargestir standa frammi fyrir þeirri krefjandi áskorun að komast að því hver kúkaði í sundlaugina þeirra.
Hvað er Lortur í lauginni?
Blekkingarspil þar sem enginn þarf að deyja, detta úr leik og leikmenn eru íslenskar stereótýpur svo þú tengir við hvern einasta karakter! Engin skrímsli, bara lortur í lauginni.
Það seldust 1500 eintök Lortur í lauginni jólin 2019 og aðeins 500 eintök eftir af fyrsta prenti. Tryggðu þér eintak í dag!

Lortur í lauginni
Skráðu þig á póstlista og fáðu sendar upplýsingar um afslætti, nýjar fréttar og viðburði tengda Lortur í lauginni.
Innihald
Spilið inniheldur 8 frábæra karaktera sem allir eru byggðir á sér íslenskum aðstæðum. Einnig er lokað skilti, diskar með vatni og lortur. Að lokum eru aðgerðaspjöld til að hjálpa gestum að háfa burt lortinn!
Spilið hentar fyrir alla aldurshópa en er með 14+ á kassanum því börn yngri en 14 ára gætu þurft leiðbeiningar við að læra reglurnar.